Télos (gríska: τέλος) er hugtak notað endurtekið í ritum heimspekingsins Aristóteles og vísar til hins fullþroska manns og innsta eðli hvers manns. Það vísar til lokamarkmiðs og æðsta tilgangs hvers manns.
Hugtakið frummynd (enska: archetype; gríska: ἄρχω, árkhō, ‘að byrja’ + τῠ́πος, túpos, ‘tegund’) vísar til frumtákna sem meðal annars birtast í draumum og goðsögnum. Aristóteles segir að það að dvelja við frummyndirnar sé það göfugusta sem maðurinn getur tekið sér fyrir hendur.